Skýringar
Götukort
X
Holtavörðuheiðarlína 1
Frestur til að koma ábendingum á framfæri er liðinn.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á eftirfarandi síðu: Opna verkefnasíðu
Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum og hugmyndum að valkostum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Svæðið hefur verið skoðað af sérfræðingum okkar og í ljós kemur að núverandi línustæði hentar að mestu ágætlega. Því er fyrirséð að línuleið samsíða eldri línu verður einn valkostanna sem lagt verður mat á í komandi umhverfismati.
Hins vegar er ljóst að fleiri valkostahugmyndir geta komið til álita og því óskum við eftir að fá þær fram. Hugmyndir geta t.d. varðað línuleiðir, alla leið eða hluta af leið, gerðir mastra og aðgerðir til að lágmarka áhrif. Farið verður yfir allar hugmyndir og í kjölfarið unnið að því að ákveða þá valkosti sem munu verða metnir og bornir saman, í áframhaldandi samráði.
Ákvörðun um valkosti byggir á ýmsum þáttum, en m.a er stefnt að því að lágmarka áhrif á viðkvæm og mikilvæg svæði. Því óskum við jafnframt eftir ábendingum um svæði sem fólki þykir á einhvern hátt vera hafa sérstakt gildi.
Markmiðið er að þessi vinna leiði til skynsamlegrar niðurstöðu um aðalvalkost, þar sem tekið er tillit til sem flestra þátta með hliðsjón af öryggi, umhverfi og efnahag.
X
Um verkefnið og valkostagreiningu
Holtavörðuheiðarlína er mikilvægur hlekkur í uppfærslu á núverandi byggðalínu. Núverandi lína er 132 kV en ný lína yrði 220 kV og áætlað að tengja saman tengivirki við Klafastaði í Hvalfirði og nýtt tengivirki sem er fyrirhugað á Holtavörðuheiði. Holtavörðuheiðarlína er komin á framkvæmdaáætlun Kerfisáætlunar Landsnets. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á árinu 2023. Línuleiðin er um 90 km löng. Æskilegt er línan liggi vel við mögulegum framtíðartengingum til meginbyggðakjarna í Borgarfirði og vestur á Snæfellsnes. Áætlað er að nota stöguð stálröramöstur, meðalhæð um 23 m og með 330 m lengd milli mastra. Mögulegt er að nota svokölluð tvírásamöstur þar sem gamla og nýja línan eru saman á möstur. Eðlisfræðilegar takmarkanir eru á mögulegri lengd jarðstrengja í flutningskerfinu. Samkvæmt kerfisgreiningu er tæknilega mögulegt að leggja 4-5 km af Holtavörðuheiðarlínu í jörð.
Verkefnið er á upphafsstigum og nú er verið að hefja vinnu við valkostagreiningu. Eftir stendur að vinna mat á umhverfisáhrifum og leyfisferli o.fl.
Núverandi línuleið hentar að mörgu leyti ágætlega og gert ráð fyrir að ný línuleið samhliða eldri línu verði einn þeirra valkosta sem verður umhverfismetinn, en að auki er gert ráð fyrir að fleiri valkostir verða metnir.
Landsnet telur æskilegt að fá ábendingar og tillögur snemma í ferlinu sem nýtast við greiningu valkosta og nú er vefsjáin opin öllum. Áður hefur verið kallað eftir ábendingum frá landeigendum og verkefnaráði á vinnufundum sem boðað var til í byrjun júní.
Í framhaldi verða valdir valkostir sem teknir verða til mats á umhverfisáhrifum.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á eftirfarandi síðu: Opna verkefnasíðu
Þar er m.a. að finna kynningu sem greinir frekar frá stöðu verkefnisins og markmiði valkostagreiningarinnar. Opna kynningu
X
Leiðbeiningar um vefsjá
Hægt er að koma margvíslegum ábendingum á framfæri í vefsjánni með því að smella á "Senda ábendingar" efst í hægra horni síðunnar.
Þær geta m.a. falist í:
Aðeins er hægt að senda inn eina ábendingu eða hugmynd að línuleið í hverri færslu. Þegar hún hefur verið send inn er boðið upp á að fara aftur inn í vefsjána ef viðkomandi vill koma fleiru á framfæri.
Með því að smella á takkann efst til vinstri er hægt að skoða ýmsar þekjur á kortinu, en einnig sjá þær ábendingar sem þegar eru komnar. Ábendingar frá fundum með verkefnaráði og landeigendum, sem haldnir voru 1.-3. júní, eru einnig sýnilegar.
Þann 1. júní fundaði verkefnaráð á Hótel Hamri. Þar kynnti Landsent fyrstu skref í valkostagreiningu fyrir Holtavörðuheiðarlínu. Einhver skýringartexti......
Hér að neðan eru birtar þær ábendingar sem bárust á fundinum. Sumar ábendingar voru merkar inná kort, en þær er hægt að sjá með því að haka í "sýna ábendingar á korti"
Passa almennt séð að spá í sem minnstu raski á umhverfi, lífríki og vötnum.
Helgunarsvæðið verði afmarkað með hnitpunkutm og það land sérskilgreint sem helgunarsvæðið. Ekki bara línuleið heldur helgunarsvæðið allt, þar sem þetta hefur áhrif á fasteignamat.
Ekki augljóst að það sé til betri lagnaleið fyrir línuna en núverandi lína fer eftir í dag.
Ef lína fer í jörð ætti það að vera nálægt viðkvæmum þéttbýliskjörnum, eins og t.d. Bæjarsveit.